Þegar þú átt ímyndaða samtalið við makann þinn, segir þú alla réttu hlutina?

Og makinn þinn svarar síðan nákvæmlega eins og þú vilt?
Ef raunveruleikinn gæti bara verið svona auðveldur!

Hann getur það (næstum) og ég skal sýna þér hvernig.

FRÍA örnámskeiðið Tjáningaform sýnir þér hvernig þú átt að tjá það sem skiptir máli og sleppa restinni.

Hvað læri ég?

Hættu að tipla á tánum og eigðu í staðinn árangursríkt samtal til að skapa flæði og kærleika í sambandinu þínu.

Ég get ekki lofað því að örnámskeiðið Tjáningaform muni láta makann þinn skyndilega lesa hugsanir og svara nákvæmlega eins og þú óskar þér.

En ég get lofað þér að eftir að þú hefur lesið 7 tölvupósta frá mér og gert verkefnin sem fylgja muntu hafa nauðsynleg tól í höndunum til að eiga uppbyggilegt og árangursríkt samtal með makanum þínum.

Engin vandamál leysast þegar þeim er sópað undir teppið en eftir þetta sjö daga námskeið geturðu örugglega rætt mikilvæg mál með því að tjá þig á réttan hátt, vita hvað þú þarft að segja og hverju þú átt að sleppa. 

Settu þínar upplýsingar hér til að fá örnámskeiðið.


Í örnámskeiðinu Tjáningaform muntu fá: 

  • Daglega tölvupósta fulla af innblæstri, persónulegri frásögn frá minni reynslu (sem hingað til hefur ekki verið deilt annarsstaðar)

  • 5 mín myndbandsfræðslu

  • Niðurhlaðanlegri pdf vinnubók sem þú getur fyllt út

  • Sambandsfundasniðmát til að eiga skemmtilega og árangursríka fundi um allt sem við kemur sambandinu ykkar.

  • Frían aðgang að vikulegu tölvupóstum þar sem ég deili nýju fræðsluefni, sögum, námskeiðum sem eru í boði og einstaka afslætti að þjónustunni minni.

Um Þórhildi

Þórhildur er sambandsmarkþjálfi með bakgrunn í verkfræði, hagfræði og yoga. Eftir að hafa fetað menntaveginn en síendurtekið lært um mikilvægi náinna tengsla á hamingju fólks og tekið eftir miklum skorti á umræðum og fræðslu um þetta mikilvæga efni ákvað hún að tileinka sér því að fjalla um hvaða einföldu leiðir virka til að bæta og viðhalda góðu ástarsambandi. Hún hefur hjálpað hundruðum einstaklinga bæta (eða hreinlega bjarga!) samböndunum sínum með hugarfarsbreytingu og einföldum skrefum. 

Námskeiðin hennar hafa borið mikinn árangur í að bæta viðhorf fólks til sambandanna sinna vegna þess hve praktískar æfingarnar eru, hversu mikið tillit er tekið til beggja aðila í sambandinu og hversu persónuleg  nálgun hennar er sem gerir efnið þægilegt og aðgengilegt.