Upplifðu þitt drauma rómantíska líf með því að læra róttæka sjálfsvirðingu
Ræktaðu djúpt traust, njóttu hversdagslegrar gleði og endurvektu fullnægjandi og heitt kynlíf.
Uppgötvaðu meira um hver þú ert, hvað þú vilt og lærðu hvernig þú skapar þitt raunverulega besta samband.
Sambandið þitt við makann þinn er ekki vandamálið, sambandið þitt við þig er það.
Flestir halda að þeir geti aðeins bætt sambandið sitt ef þeir vinna í því MEÐ makanum sínum, en það þarf bara eina manneskju til að breyta munstri sem tvær manneskjur sköpuðu…
Gæði sambandanna okkar ákvarðar gæði lífs okkar. Fyrsta sambandið sem við verðum að hlúa að er við okkur sjálf - og það er frekar erfitt að gera það alveg sjálf.
Leyfðu mér að vera hjálpin sem þig vantar
Hey snillingur, ég heiti Þórhildur.
Ég fór í gegnum þetta líka. Að vera ráðþrota og óánægð í sambandi þar sem ég hélt að eina aðferðin til að bæta stöðuna væri að ræða málin (enn einu sinni) við manninn minn, fá hann með mér í pararáðgjöf eða bíða eftir því að hann læsi hugsanir mínar og myndi breytast til hins betra!
Ég komst svo að því að ég sjálf var eina manneskjan með lykilinn að hamingjunni minni í sambandinu og að ég þurfti að læra að skilja mig betur, hugsa betur um mig og tjá mig á skilvirkari hátt. Með því að gefa sjálfri mér athyglina sem ég vonaðist til að fá frá honum náði ég sterkari tengingu við mig og gat þá miklu betur skapað það samband sem ég virkilega vildi.
Í lokin áttaði ég mig á því að öll sambönd krefjast vinnu og grasið er ekki grænna hinu megin heldur þar sem það er vökvað. Með því að taka sjálf fyrsta skrefið er ég núna stolt af því að vita að ég er makinn sem ég vil vera. Við ræktum sambandið og tengingin verður sífellt dýpra og betra.
Ég brenn fyrir því að hjálpa þér að gera hið sama. Það er að segja, ef þú ert til í það.
Þau sem hafa treyst mér til að leiða sig áfram hafa sagt...
Frábært námskeið. Þetta er námskeiðið sem ég þurfti og hefði getað sparað mér og fyrri maka mikinn óþarfa sársauka.
•
Mér finnst ég hafa elfst og öðlast meira öryggi í að vera ég sjálf og tjá mig um þarfir mínar.
•
Frábært prógram sem hjálpaði mér að sjá mín hegðunarmynstur í samböndum betur og hvernig má uppfæra sig með því að skapa betri viðhorf hugarfar.
•
Frábært námskeið. Þetta er námskeiðið sem ég þurfti og hefði getað sparað mér og fyrri maka mikinn óþarfa sársauka. • Mér finnst ég hafa elfst og öðlast meira öryggi í að vera ég sjálf og tjá mig um þarfir mínar. • Frábært prógram sem hjálpaði mér að sjá mín hegðunarmynstur í samböndum betur og hvernig má uppfæra sig með því að skapa betri viðhorf hugarfar. •
Ef þú ert ekki í sambandi getur verið að:
Þú skilur ekki hvers vegna síðasta samband gekk ekki.
Þig langar aftur í samband en óttast að “týna þér”
Þú veist ekki hvað þú vilt í sambandi svo þú veist ekki hvernig maka þú átt að leita að.
Þú vilt ekki fara aftur í “allann pakkann”
Getur verið að þú sért í sambandi en…
Þú kennir makanum þínum (meðvitað eða ómeðvitað) um að lífið þitt sé ekki eins og þú óskaðir þér.
Þú átt fleiri ímynduð samtöl en raunveruleg við makann þinn.
Þú hugsar: “ef hann/hún myndi bara gera/segja/vera aðeins öðruvísi þá væri allt betra!”
Þú vilt vera í sambandinu en efast um að það geti orðið eins gott og þig dreymir (og ert þess vegna ekki lengur að leggja þig jafn mikið fram við að sinna því)
Sérðu þig í einhverju af þessum?
Ef þú svaraðir JÁ...
Þá er Þitt er valið fyrir þig!
Hér er það sem er innifalið
-
Þemun eru: Fókusinn á þig, gleði, skilningur og sjálfsmildi, samtöl, kynlíf, gildi og væntingar
-
Öndunaræfingar hjálpa þér meðal annars að róa þig niður þegar krefjandi tilfinningar koma upp, stilla þig inn á gleði og þakklæti eða jafnvel vekja upp kynorku og njóta betur í kynlífi.
-
Við þurfum hæfni til að vera góðir makar. Yoga er leikvöllurinn sem þú vissir ekki að þig vantaði til að æfa þig.
-
Af hverju er svona erfitt að tala saman? Hvernig vek ég upp kynorkuna? Hvernig sambandsform vil ég? Allt þetta og meira í fræðslunum í námskeiðinu.
-
Form sem hjálpar þér að tjá þig frá hjartanu. Áður en að mikilvægt samtal á sér stað eru ótal ímynduð samtöl sem fara fram í hausnum á þér. Hér er tjáningaform sem leiðir þig í gegnum undirbúninginn svo þú segir það sem skiptir máli en sleppir því sem er ekki hjálplegt.
-
Sniðmátið sem hefur slegið í gegn hjá fjölda pörum til að halda skemmtilega og árangursríka fundi um allt sem tengist sambandinu. Þú þarft bara að setjast niður með þínum maka og fylgja leiðbeiningunum.
Og í leiðinni muntu læra
-
Það besta sem þú getur gert fyrir sambandið þitt er að hugsa vel um þig. Þú ert eina manneskjan sem getur raunverulega gefið þér (sjálfs)ástina sem þú þarft.
-
Þegar þú skilur þig og sýnir þér virðingu og mildi öðlast þú hæfileikann að taka við ást og kærleika frá öðrum. Sjálfsmildi og -skilningur er okkur flestum ekki sjálfgefinn, ég hlakka til að leiða þig nær sjálfri/um þér.
-
Það má hafa gaman þó það séu vandamál! Psst... það verða nefnilega alltaf einhver vandamál til staðar svo eins gott að við lærum að hafa gaman á leiðinni líka.
-
Sumt eigum við nauðsynlega að tjá makanum okkar og þá skiptir líka máli hvernig það er sagt. Sumt má betur liggja á milli hluta. Aðferðir til að eiga árangursrík samtöl um það sem raunverulega skiptir þig máli munu opna á nýja dýpt í þínum samböndum.
-
Þegar þú veist hvernig spenna og kynorka virkar í samböndum og hvert raunverulega markmiðið með kynlífi er verður leikur einn að halda neistanum gangandi.
-
Þegar þú veist hvað þú vilt fá út úr sambandi og hver eru þín gildi og væntingar ertu með leiðarvísi að því hvernig þú skapar þitt besta samband til framtíðar.
Hvert þú vilt stefna til framtíðar með tilliti til sambanda
Hvert þú vilt stefna til framtíðar með tilliti til sambanda
I. Þekkja og skilja þig
...og þannig geturðu kennt makanum þínum
hvernig hann getur elskað þig best
II. Leysa ágreining á virðingarríkan hátt
...og þannig munið þið bæði vinna!
III. Hafa val til að skapa þitt besta samband
Þegar þú veist hvað gerir gott samband
og þekkir þig er valið í þínum höndum
Áhrif námskeidsins
“Mér líður eins og ég sé búin að finna kjarnann í mér. Ég hef trú á því að þessir dagar hafi breytt hugsunum mínum til framtíðar. Ég mun skapa mér nýjar venjur með þeim tólum sem ég hef fengið.
Það kenndi mér að fara inn í friðinn í hjartanu mínu.”
BRÍET
“Ég er bara mega sátt með lífið. Fullvalda og veit að ég hef allt að segja hvað verður með líf mitt og hvernig ég lifi því. Frábært að hafa kynnst þessu yndislega fólki sem var með mér, það eitt og sér var upplifun út af fyrir sig.
Ég finn svo sterkt í hjarta mínu hvers ég þarfnast og að það er eingöngu í mínu valdi að gera það sem ég þarf til að verða fullvalda og frjáls í eigin skinni.”
ÞÓRA
“Mér líður mjög vel, er jarðtengd og friðsæl. Ég er mjög bjartsýn með framhaldið en gef mér tíma til að vera hugsi yfir því sem ég var að upplifa á góðan hátt.
Ég er að velja mig umfram annað. Gef mér rými til að meta það sem ég upplifi og viðbrögð.”
EDDA
Einhver þeirra höfðu þó nóg af afsökunum fyrst:
En þau náðu öll að komast yfir efasemdirnar sínar. Hvernig?
Þau skráðu sig á Þitt er valið
Og mættu svo í hverri viku fyrir sig á þeim stað sem þau voru...
og það var meira en nóg.
Áhrifin voru miklu betri en þau gátu ímyndað sér!
Ég vona innilega að ég sjái ÞIG þar!
Mér finnst þú virkilega eiga allt það besta skilið og ekkert myndi gleðja mig meira en að styðja þig á leiðinni.
Kærleikskveðja,
SPURT & SVARAD
-
Þú ýtir á takkann hér á vefsíðunni og þar svararu nokkrum spurningum og færð nánari upplýsingar um námskeiðið. Ef þú sérð að þetta er námskeiðið sem þú ert búin/nn að vera að leita að skráirðu þig á næsta námskeið eða biðlistann og ég hef samband við þig innan skamms.
-
Þórhildur heiti ég og er sambandsmarkþjálfi, verkfræði- og hagfræðimenntuð. Síðustu ár hef ég rannsakað sambönd af mikilli dýpt bæði fræðilega og persónulega og hef komið auga á margt sem þarf nauðsynlega að bæta í fræðslu til almennings um ástarsambönd. Takmarkaðar lausnir í boði leiddu mig til þess að feta mína eigin leið í að bjarga eigin hjónabandi og úr því varð þessi sjálfskönnunarleiðangur.
Ég brenn fyrir því að hjálpa fólki að kynnast sér betur til þess að geta átt betra líf og dýpri sambönd. Sambönd eru það málefni sem skiptir mig mestu máli af öllum og því hef ég tileinkað mig því að hjálpa öllum Íslendingum að eiga betri sambönd.
-
Um það bil 60-90 mínútur.
-
Það er aldrei of seint að læra að elska meira og betur og þú ert aldrei of snemma að vera vel undirbúin fyrir ástarævintýri lífs þíns.
-
Nei, þetta er einstaklingsnámskeið. Maki og aðrir í kringum þig munu njóta góðs af því að þú hefur betri tól í höndunum til að skapa góða tengingu.